top of page

Handboltaskólinn í Kiel 

 

Handboltaskólinn er fyrir íslenska krakka á aldrinum 13-17 ára og er þetta tíunda árið sem skólinn er haldinn. Skólinn er bæði fyrir stráka og stelpur og viljum við endilega að hlutfallið milli kynja sé sem jafnast.

Ferðin í sumar er 15. – 22.júlí.

Um er að ræða æfingabúðir í eina viku þar sem krakkarnir búa í íþróttamiðstöð í þýska bænum Malente, skammt fyrir utan Kiel og æfa handknattleik við toppaðstæður. Aðstaðan er mjög glæsileg og er allt í sömu byggingunni, gistingin, maturinn, æfingarnar, fyrirlestrar og sundlaug.

Tvær handboltaæfingar eru á hverjum dag auk þess sem farið í fjölmarga aðra þætti sem tengjast handboltanum, styrktaræfingar, liðleikaæfingar og æfingar til að minnka líkur á meiðslum.

Áhersla er lögð á að bæta tækni krakkanna, auka leikskilning og samvinnu við aðra leikmenn. Æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar og einnig er lagt mikið upp úr liðsheildinni. Þetta er drauma umhverfi fyrir unga handboltamenn sem vilja ná langt.

Í handboltaskólanum er lögð mikil áhersla á  markmannsþjálfun. Við erum með markmannsþjálfara sem sér alfarið um markmennina. Á hverri æfingu er sérstakur tími fyrir þá, þar sem farið er í grunnæfingar og tæknina, svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur verið gífurlega gaman að fylgjast með markmönnunum í skólanum okkar, því á einungis einni viku hafa þeir náð að bæta sig mikið og auka mikið við tækni í markinu.

Á hverjum degi verða fyrirlestrar þar sem krakkarnir eru frædd um ýmsa hluti sem skipta máli fyrir þá sem vilja ná langt í handbolta, svo sem heilbrigt líferni, næringu,  hugarfar,  markmiðssetningu og fleira. Þá verða videofundir þar sem farið verður í leikfræði og horft á myndir frá leikjum meðal annars með Kiel og íslenska landsliðinu.

Í ferðinni er farið í hálfs dags ferð til Kiel. Hópnum er boðið að koma og horfa á æfingu hjá stórliði THW Kiel. Krakkarnir fá að fylgjast með hvernig þeir bestu í heiminum æfa og hvað þeir þurfa að leggja á sig til að skara fram úr. Þetta er gott tækifæri fyrir krakkana til að fá innsýn í líf atvinnumanns í handbolta og sjá hvernig hlutirnir eru gerðir hjá bestu liðum heims. Krakkarnir fá að hitta leikmennina, fá að láta taka myndir af sér með þeim og fá hjá þeim eiginhandaráritanir.

Hér á vefsíðunni https://www.handboltaskolinnikiel.com/ er að finna allar upplýsingar um Handboltaskólann í Kiel og æfingabúðir fyrir áhugasama krakka sem vilja ná langt í handbolta. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á netfangið arnistef@simnet.is eða hringja í síma 8627576

bottom of page